Miðaldakaupstaður við Akureyri

Gásakaupstaður er meðal merkustu minjastaða á landinu.Þar var helsta siglingahöfnin og verslun á Norðurlandi frá landnámstíð og fram á 16. öld, m.a. með dýra vöru á borð við brennistein og fálka.


Árlega þriðju helgina í júlí er sagan gerð lifandi fyrir gesti og gangandi á Miðaldadögum. Þar gefst tækifæri til að ganga aftur í fortíðna og upplifa verslunarstaðinn á blómatíma hans, hitta Gásverja, kynnast handverki og daglegum störfum á þessum merka minjastað.


Fornleifarnar eru vel sýnilegar og upplýsingaskilti eru við bílastæðið. Stefnt er að því að Gásakaupstaður verði lifandi miðaldamiðstöð sem byggir á sérstöðu staðarins, þ.e. verslunarsögunni, fornleifum, náttúru og fuglalífi.

  • Tegund: Monuments Festivals Saga Trails

Information

Hvernig hægt er að finna okkur


Miðaldakaupstaður við Akureyri


Opnunnartímar

Miðaldadagar á Gásum frá föstudegi til sunndags þriðju helgina í júlí
<