Minjagarðurinn við Hofstaði

Reisulegur skáli, hýbýli fornmanna, stóð á Hofsstöðum frá landnámsöld (870-930) og fram á 12. öld. Í minjagarðinum eru einar merkustu minjar frá landnámsöld sem fundist hafa hér á landi. Minjagarðurinn gefur vísbendingu um hvernig var umhorfs á þessum stað á víkingaöld. Torfveggir sýna ytri mörk skálans á síðasta byggingarskeiði hans. 


Við minjarnar er hægt að skoða fróðlegt og skemmtilegt margmiðlunarefni sem sýnir líf og störf fyrstu íbúa Hofsstaða. Árið 2004 fékk minjagarðurinn norræn verðlaun fyrir notkun stafrænnar tækni í safnastarfi.

  • Tegund: Ruins

Information

<