Rimmugýgur

Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum áhuga á víkingatímabilinu og uppruna þjóðarinnar.

Félagið hefur í gegnum árin tekið þátt í mörgum víkingahátíðum heima og erlendis. Einnig tekur félagið að sér sýningar fyrir ferðamenn, fyrirtæki og uppákomur af ýmsu tagi.

Nafn félagsins er dregið af nafni axar Skarphéðins Njálssonar, þess er getið er í Brennu–Njálssögu. Nafnið merkir bardagatröll dregið af orðunum rimma orrusta eða bardagi og gýgur = tröll, skessa eða jafnvel norn. Orðið er í kvenkyni og beygist

Rimmugýgur

Rimmugýgi

Rimmugýgi

Rimmugýgjar

Þannig er talað um t.d. Rimmugýgjarfélaga en ekki Rimmugýgsfélaga, ég elska Rimmugýgi en ekki Rimmugýg svo dæmi séu tekin. Varast ber að rugla saman orðinu gígur í merkingunni eldgígur og gýgur í nafni félagsins.

  • Tegund: Monuments

Information

Hvernig hægt er að finna okkur

Víkingafélagið Rimmugýgur í Hafnarfirði