Á Sturlungaslóð

Hefur þú áhuga á að koma við á stöðum sem tengjast ógurlegum atburðum á Sturlungaöld? Viltu fá að vita eitthvað um söguna, um litríkar persónur hennar og örlagaríka atburði? Þá skaltu koma á Sturlungaslóð í Skagafirði. Sturlungaöldin, eins og 13. öldin var kölluð, er kennd við átök vestlenskra höfðingja af ætt Sturlunga við höfðingja af ætt Ásbirninga, sem öllu réðu í Skagafirði, og aðrar gamlar og rótgrónar valdættir. Þar inn í fléttuðust vaxandi áhrif kirkjunnar og árekstrar við Guðmund góða Arason Hólabiskup. Þú getur m.a. komið við á Örlygsstöðum, Haugsnesi, Flugumýri, Hólum, Hegranesþingstað, Glaumbæ og Víðimýri.

  • Tegund: Monuments Ruins Saga Trails Tours Events

Á helstu viðkomustöðum Sturlungaslóðar eru upplýsingaskilti. Upplagt er að hafa með sér sögukort Sturlungaslóðar. Sögudagurinn er í ágúst. 

<