Kirkjubæjarklaustur

Árið 1186 var stofnað nunnuklaustur af Benediktsreglu í Kirkjubæ (nú Kirkjubæjarklaustur) og var það starfrækt til ársins 1554. Þjóðsaga segir frá óhlýðnum nunnum sem áttu að hafa verið brenndar uppi á Systrastapa, vestan við túnið. Systravatn og Systrafoss ofan við byggðina heita einnig eftir þessum reglusystrum. Árið 1995-2006 fóru fram fornleifarannsóknir á rústasvæðinu umhverfis gamla kirkjugarðinn á Kirkjubæjarklaustri með það að markmiði að staðsetja hið forna klaustur. Við rústirnar er að finna fræðsluskilti um fornleifarannsóknirnar.

Margmiðlunarsýningin „Sagan í sandinum - Klaustrið á Kirkjubæ”  er opin í Skaftárstofu - upplýsingamiðstöð ferðamanna sem staðsett er í félagsheimilinu Kirkjuhvoli  Klausturvegi 10. Stuttar heimildamyndir, vandaður bæklingur, auk margmiðlunarefnis, bjóða gestum að fræðast um Kirkjubæjarklaustur til forna á skemmtilegan hátt.

  • Tegund: Heritage Literature Nature

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

Daglega 09:00 - 18:00
<