Minjasafn Austurlands

Minjasafn Austurlands varðveitir minjar um sögur, menningu og samfélag fjórðungsins. Á safninu eru tvær sýningar, annars vegar sýningin Hreindýrin á Austurlandi og hins vegar sýningin Sjálfbær eining. Hreindýrin hafa í gegnum árin skapað náttúru og menningu Austurlands sérstöðu. Á sýningunni Hreindýrin á Austurlandi er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverki og hönnun. Yfirskrift sýningarinnar Sjálfbær eining vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Þessir gripir eru vitnisburður um búskaparhætti, handverk og lífsbaráttu fólks sem lifði af landi sínu og bústofni fyrir daga nútímatækni.

  • Tegund: Folklore Nature Heritage

Information

<