Eiríksstaði í Dölum má nefna „vöggu landafundanna“ því þar reisti Eiríkur rauði sér bú, en hann nam síðar Grænland. Þar er Leifur heppni sonur hans og þjóðhildar talinn hafa fæðst, en hann kannaði Norður-Ameríku árið 1000.
Tilgátuhúsið á Eiríksstöðum er nokkurs konar lifandi safn þar sem þú getur ferðast aftur í tímann og upplifað hvernig búið var fyrir þúsund árum. Starfsfólk klætt að fornum sið segir þér frá lífinu á söguöld við langeldinn. Þú getur skoðað handverk, vopn og ýmsa muni frá þessum tíma og jafnvel bakað þér víkingabrauð við eldinn. Fornar rústir Eiríksstaðabæjarins frá 10. öld hafa verið gerðar aðgengilegar.
Góð fræðsluskilti um siglingar og landafundi Eiríks rauða og Leifs heppna.