Spákonuhof á Skagaströnd var opnað sumarið 2011. Þar er skemmtileg og vönduð sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Margháttaður fróðleikur um spádóma og spáaðferðir er að finna á sýningunni. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.
Góð gönguleið er upp á Spákonufell fyrir ofan þorpið. Skemmtileg og falleg akstursleið er í kringum Skaga til Skagafjarðar og ýmsir sögustaðir og áhugaverð náttúrufyrirbrigði á leiðinni.
Sumaropnun:
13:00-18:00. Lokað á mánudögum.
Vetraropnun:
Eftir samkomulagi.