Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er saga þjóðarinnar sögð, allt frá landnámi til okkar daga. Snertiskjáir með ítarefni, fræðslumöppur, herbergi með leikföngum og búningum auk ratleikja eru liður í að gera öllum kleift að njóta sýningarinnar sem best.