Reykholt er einn sögufrægasti staður landsins. Sagnaritarinn, fræðimaðurinn og höfðinginn Snorri Sturluson settist að í Reykholti 1206 og var veginn þar haustið 1241.
Snorralaug og minjasvæði: Laugin er eitt elsta varðveitta mannvirki landsins með tilheyrandi aðveitustokkum og göngum að hinu forna bæjarstæði. Nýja kirkjan í Reykholti var vígð 28. júlí 1996, teiknuð af Garðari Halldórssyni. Hún er rómuð fyrir hljómburð. Reykholtshátíð er árleg tónlistarhátíð haldin í tengslum við kirkjudag, síðustu helgina í júlí. Í kirkjunni eru gamlar kirkjuklukkur, Frobenius-orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík, verðlaunaðir steindir gluggar og skírnar fontur úr klébergi, gjöf Norðmanna. Skírnarfat og altaris brík Reykholtskirkju eru frá því um 1500, nú eign Þjóðminja-safnsins. Nýr kross var reistur fyrir stafni kirkjunnar sumarið 2012.
Gamla kirkjan í Reykholti var reist 1896–97 og var sóknarkirkja til 1996. Hún tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands og er opin gestum staðarins.
Reykholtshátíð er haldin síðustu helgina í júlí.
Reykholt
Snorrastofa:
1/5-30/9 kl.10:00-18:00
1/10-30/4 virka daga kl.10:00-17:00.
Annars eftir samkomulagi.