Landnámssetrið í Borgarnesi

Landnámssetrið í Borgarnesi er í tveimur af elstu húsum Borgarness, Pakkhúsinu og Búðarkletti, sem tengd hafa verið saman með nútímalegri byggingu þar sem er  minjagripa- og gjafavörusala. Kjarni setursins eru sýningarnar um Landnám Íslands og Egils sögu. Í Landnámssýningunni er sagan sögð með ljósabúnaði og skjám en á Egils sýningunni hafa listamenn mótað atriði sögunnar í tré. Hljóðleiðsögn leiðir gestinn í gegnum sýningarnar. Leiðsögnin er á 14 tungumálum og sérstök barnaleiðsögn á íslensku. Góð fundaraðstaða og glæsilegur veitingastaður er rekinn í tengslum við Landnámssetrið. Góður staður fyrir alla fjölskylduna.

  • Tegund: Vikings Literature

BRÁKARHÁTÍÐ, til heiðurs Brák, fóstru Egils Skallagrímssonar er haldin í Borganesi í júní á hverju ári.

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

Daglega 10:00-21:00
<