Byggðasafn Skagfirðinga

Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir varðveislu, rannsóknum og miðlun á skagfirskri menningu og minjaumhverfi. Sýningar eru í gamla bænum í Glaumbæ, í Áshúsi á safnsvæðinu í Glaumbæ og í Minjahúsinu á Sauðárkróki. Í Minjahúsinu er m.a. sýningin „Gömlu verkstæðin“ þar sem járn-, tré- og úrsmíðaverskstæði eru í aðalhlutverki. Sýningin „Mannlíf í torfbæjum“, í gamla bænum í Glaumbæ ber vitni um merkilegt mannlíf  fyrr á tímum. Gilsstofa og Áshús eru 19. aldar hús, sem standa í Glaumbæ.

Í Áshúsi eru sýningar um heimilishald á fyrri hluta 20. aldar og kaffistofan Áskaffi og í Gilsstofu er upplýsingaþjónusta og minjagripasala. Elstu sögur af Glaumbæ finnast í Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu þar sem sagt er frá Snorra Þorfinnssyni, sem bjó þar. Hann var sonur Þorfinns karlsefnis Þórðarsonar og Guðríðar Þorbjarnardóttur, fæddur á Vínlandi um 1000. 

  • Tegund: Heritage

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

Glaumbær:
Opið 20/5-20/9, 9:00-18:00. 


Minjahús:
Opið 1/6-31/8, 12:00-19:00.


Vetraropnun er eftir samkomulagi á báðum stöðum.

<