Skálholt

Skálholt í Biskupstungum er einn merkasti sögustaður Íslands. Fyrsti íslenski biskupinn var vígður 1056 og sátu biskupar í Skálholti til loka 18.aldar.  Skólahald var í Skálholti nokkuð samfellt þann tíma allan. Endurreisn Skálholtsstaðar hófst á  fjórða áratug síðustu aldar. Núverandi kirkja var vígð 1963, Skálholtsskóli var reistur 1972 og vígslubiskup hefur setið Skálholt frá 1992.  


Ytra byrði Skálholtskirkju og Skálholtsskóla var friðað 2012 sem dæmi um sérstaklega fagran arkitektúr 20.aldar. Listskreyting Skálholtsdómkirkju; gluggar Gerðar Helgadóttur og altarismynd Nínu Tryggvadóttur vekja mikla athygli. 

Í kjallara kirkjunnar er lítil sýning á vegum Þjóðminjasafns Íslands.

  • Tegund: Vikings

Messa alla sunnudaga kl.11.00 eða 17.00. Sumartónleikar fimm helgar júlí – ágúst. Ókeypis aðgangur. Gisting og veitingar allt árið. Gestastofa með sögusýningu opin yfir sumarið. 

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

Daglega 9:00-18:00. 
<