Skógasafn er í eigu Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga. Það var stofnað 1949. Safnið varðveitir muni frá gamla bændasamfélaginu, en alls eru skráðir safnmunir um 12.000 talsins. Stærsti safngripurinn er áttæringurinn Pétursey frá árinu 1855. Húsasafn Skógasafns telur alls 11 hús sem hafa verið flutt að Skógum, auk safnkirkju, Skógakirkju, sem reist var árið 1998.
Árið 2002 var Samgöngusafnið í Skógum vígt en það reis austan við aðalbyggingu Skógasafns og hýsir samgöngu- og tækniminjar frá 20. öld. Þar er einnig að finna safnbúð og veitingastað, Skógakaffi. Skógasafn er vinsælt meðal ferðamanna en árið 2014 voru safngestir 62 þúsund talsins.
Sumar:
júní-ágúst 9:00-18:00.
Vetur:
september-maí 11:00-17:00