Skriðuklaustur

Skriðuklaustur er sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árinum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Skriðuklaustur var Ágústínusarklaustur sem starfaði frá 1943 til siðaskipta 1550. Það var fyrst og fremst hæli fyrir sjúka og fátæka og þar var starfrækt sjúkrahús. Minjasvæðið er opið öllum allt árið.

Á Skriðuklaustri stendur líka herragarðshúsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson byggði árið 1939 þegar hann sneri heim eftir 30 ára dvöl í Danmörku. Meðal verka Gunnars eru Svartfugl, Fjallkirkjan og Aðventa sem hefur komið út á mörgum tungumálum. Í Gunnarshúsi er sýning um klaustrið og safn um Gunnar skáld með persónulegri leiðsögn fyrir gesti. Þar er jafnframt hið rómaða veitingahús Klausturkaffi.

  • Tegund: Literature

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

10:00-18:00 júní-ágúst.
12:00-17:00 í maí og september. 

Okt.-apríl opið óreglulega.
<