Vatnsdæla á refli

Verkefnið Vatnsdæla á refli er hugarsmíð Jóhönnu E. Pálmadóttur og á fyrirmynd í Bayeux-reflinum sem saumaður var á 12. öld.  Markmiðið er að endurvekja Vatnsdælu á nýjan hátt en þó gamlan og segja söguna, sem er myndræn og átakamikil, út frá nýju sjónarhorni. Samhliða því er fornri útsaumsgerð, refilsaumnum, gerð skil. Refillinn verður 46m langur og geta allir sem óska fengið að sauma í refilinn og átt þannig þátt í því að setja spor sín í söguna og koma að því að styðja þetta merka samfélagsverkefni. Allir sem sauma út eða styrkja verkefnið fá nafn sitt í bók sem mun fylgja reflinum. Refillinn er til húsa í gamla Kvennaskólanum á Blönduósi.

  • Tegund: Vikings Unusual

Gefst þá gestum kostur á að setja spor sín í verkið fyrir hóflegt gjald. Innifalin er kennsla, fræðsla og leiðbeiningar. Yfir veturinn er tekið á móti hópum eftir samkomulagi. 

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

Sumaropnun 15. júní-15. ágúst kl. 13:00-17:00. Þeir sem eru á leið um helgar geta haft samband og reynt verður að opna þá.
<