Þjórsárdalur

Á þjóðveldisöld  var Þjórsárdalur grösugur og líflegur dalur en árið 1104 eyddist byggðin í Heklugosi. Þar hafa fundist fjölmargar rústir og sú merkasta er af stórbýlinu Stöng. Stangarbærinn er fyrirmynd að Þjóðveldisbænum, tilgátuhúsi sem byggt var í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974. 


Náttúra Þjórsárdals er fjölbreytt og þar er fjöldi fallegra fossa, s.s. Háifoss (122 m) og Hjálparfoss. Gjáin í Þjórsárdal er heillandi náttúruvin og þangað liggur göngustígur frá Stöng. Í Þjórsárdal eru góðar gönguleiðir og skemmtilegt tjaldsvæði  á Sandártungu. Fjölbreytt ferðaþjónusta er í nágrenninu. Þjórsárstofa er ný gestastofa í Árnesi sem miðlar fróðleik um sögu og náttúru í Þjórsárdal.

  • Tegund: Vikings

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

1/6-31/8 daglega kl.10:00-18:00. 

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Rústirnar á Stöng eru aðgengilegar á sumrin.

<