Þórbergssetur á Hala

Í Þórbergssetri eru fjölbreyttar sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar sem var einn af merkustu rithöfundum 20. aldar (1889-1974). Þórbergur fæddist og ólst upp á Hala, sem á þeim tíma var býli í einni afskekktustu byggð á Íslandi. Í fjósbaðstofunni á Hala naut hann bókmenntauppeldis þar sem  Íslendingasögurnar og fleiri bókmenntir voru lesnar á síðkvöldum.

Í Þórbergssetri er einnig fjallaðu um papana í Klukkugili og fyrsta landnámsmanninn Hrollaug Rögnvaldsson af Mæri. Kynntar eru fornminjar í Steinadal þar sem fundust merki um um víkingabyggð fyrir árið 1000. Í Þórbergssetri er einnig minjagripasala og veitingahús og að Hala er myndarlegur gististaður. Áningarstaðir með söguskiltum eru við Þvottá í Álftafirði, Bæ í Lóni, við Papós, í nágrenni Ingólfshöfða og við Sandfell í Öræfum.

  • Tegund: Vikings Literature

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

9:00-20:00
<