Hinir einstaklega fallegu Víkingaheimar hýsa víkingaskipið Íslending, smíðað af hagleikssmiðnum Gunnari Marel Eggertssyni sem sigldi því til New York árið 2000. Einnig eru þar fjórar spennandi sýningar og á útisvæði er m.a. starfræktur landnámsdýragarður á sumrin. Víkingaskipið er nákvæm eftirgerð af Gauksstaða skipinu og því var siglt árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Ameríku þúsund árum fyrr.
VÍKINGAR NORÐUR-ATLANTSHAFSINS: Sýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður- Ameríku.
LANDNÁM Á ÍSLANDI: Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi.
ÖRLÖG GUÐANNA: Sýning um norræna goðafræði og goðsögur.
SÖGUSLÓÐIR Á ÍSLANDI: Kynning á helstu söguslóðum Íslands.